Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta af sveitarfélögum Austurlands, með um 5.000 íbúa.
Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins.
Í sveitarfélaginu er hátt þjónustustig, framúrskarandi skólar ásamt öflugu menningar-, afþreyingar-, og íþróttastarfi. Náttúran er stórbrotin bæði til að njóta og til útivista. Þú ert á góðum stað í Fjarðabyggð.