Bókasafnið er staðsett á neðstu hæðinni í Eskifjarðarskóla og starfið heyrir undir skólastjóra. Starfsmaður tekur þátt í starfi skólans og er hluti af starfsliði hans en safnið þjónar bæði skóla og almenningi. Starfið snýst einnig um samstarf við aðra umsjónarmenn bókasafna í Fjarðabyggð sem og menningarstofu Fjarðabyggðar.
Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og ókeypis samgöngur eru innan kjarnanna. Stutt er í ósnortna náttúru, fjölbreytta afþreyingar möguleika og eina af betri sundlaugum landsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulagning safnsins og þjónustu þess í samráði við skólastjóra.
- Merking og umsjón gagna til útlána fyrir safnið.
- Ábyrgð á snyrtilegu yfirbragði safnsins.
- Umsjón með tölvuskráningu gagna og útlána safnsins í Landskerfi bókasafna.
- Öflun og greining upplýsinga um bókasafnið og skýrslugerð.
- Ábyrgð á að kynna bókasafnið og þjónustu þess.
- Ráðgjöf um skráningu og notkun rafbókasafns.
- Fylgist með nýjungum á sviði bókasafnsrekstrar og upplýsingatækni.
- Sinna reglulegri fræðslu til skólabarna í samráði við skólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum er æskileg sem og önnur menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Framhaldsskólamenntun er æskileg.
- Þekking á rekstri og skipulagningu bókasafna.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í þágu bókasafnsins.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar næstkomandi.
Umsóknum um starfið skal fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf og meðmælendur.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Traustadóttir skólastjóri sigrun@skolar.fjardabyggd.iseða í síma 470-9152