Starfsmaður aksturþjónustu fatlaðs fólks

side photo

Ert þú dugmikill einstaklingur með meirapróf ásamt reynslu af starfi með fötluðu fóki? Við erum að leita að starfsmanni sem sinnir aksturþjónustu fatlaðs fólks í Fjarðabyggð. Starfinu fylgir töluverð ummönnun fatlaðs fólks. Einnig felur starfið í sér stuðning við einstaklinga í búsetuþjónustu Fjarðabyggðar eins og dagskrá leyfir.

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni:

  • Keyrir fólki með langvarandi skerðingar í Fjarðabyggð eftir þörf og skipulagi.
  • Annast stuðning skjólstæðinga sem nýta akstur eins og þörf er á.
  • Akstur á milli staða, s.s. skóla, heimilis, vinnu, dagvistunar, heilsugæslu og vegna frístunda.
  • Annast stuðning við þjónustuþega félags- og búsetuþjónustu eftir samkomulagi.
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Meiraprófsréttindi til að keyra sérútbúinn bíl fyrir fatlaða eru áskilin.
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg.
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 29. desember 2025.

Nánari upplýsingar veitir Laufey Þórðardóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs í síma 772 4399 eða á netfangið laufey.thordardottir@fjardabyggd.is