Stuðningsaðili barna og ungmenna (liðveisla)

side photo

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir eftir hressum einstaklingum til að vera stuðningsaðilar fyrir börn/ungmenni og fullorðna í Fjarðabyggð. Markmið stuðningi er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Um tímavinnu er að ræða 8-12 klst á mánuði.


Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera orðin 18. ára.
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er æskileg
  • Hreint sakavottorð
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki

Nánari upplýsingar veitir Sigríður S. Pálsdóttir, félagsráðgjafi. sigridur.s.palsdottir@fjardabyggd.is eða í síma 470-9015.