Starfsfólk í stuðning vantar við leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Lyngholt er 90 nemenda skóli sem skiptist í sex deildir. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Skólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði við Heiðarveg. Grunnskóli Reyðarfjarðar er í næsta nágrenni við skólann og á milli stofnana er mikið og gott samstarf. Lyngholt vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
Helstu verkefni:
- Ber ábyrgð á og annast þjálfun og umönnun nemenda með fötlun.
- Stendur vörð um réttindi nemenda sinna og stuðlar að því að þeir njóti bestu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma.
- Vinnur að uppeldi og menntun barna á leikskólanum. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og reynir að ýta undir færni og sjálfstæði þeirra
- Vinnur eftir áætlun sem útbúin hefur verið vegna sérþarfa nemenda.
- Samstarf við foreldra/forráðamenn barna á leikskólanum.
Menntun og hæfniskröfur:
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi/iðjuþjálfi er æskilegt (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af starfi með fötluðum börnum er æskileg
- Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
- Þekking á sjónrænu skipulagi
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019.
Um er að ræða 100 % stöðu. Við hvetjum áhugasama til að sækja um. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Starfsmenn fá 45.000 kr. greiðslur á mánuði fyrir að matast með börnum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar gefur:
Lísa Lotta Björnsdóttir skólastjóri, lisalotta@skolar.fjardabyggd.is s. 4741257/8608176
Umsóknarfrestur er til 29 janúar 2026.