Umsjónarmaður safna Menningarstofu
Fjarðabyggð auglýsir starf umsjónarmanns safna Menningarstofu laust til umsóknar
Menningarstofu rekur Safnahúsið á Norðfirði sem hýsir Sjóminja og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar, Náttúrugripasafn Austurlands, Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminjasafn Austurlands, Íslenska Stríðsárasafnið og Frakkar á Íslandsmiðum.
Menningarstofu hefur sett sér markmið til næstu fimm ára um uppbyggingu safnanna í Fjarðabyggð þar sem lögð er áhersla á eflingu þeirra og er hafin uppbygging á endurnýjun Íslenska stríðsárasafnsins.
Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir varðveislu sagnaarfs sveitarfélagsins og safnastarfi.
Umsjónarmaður vinnur að fjölþættum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast safnamálum í samstarfi við teymi starfsmanna menningarstofu.
Helstu verkefni:
- Umsjón og framkvæmd á viðhaldi, uppfærslu og uppsetningu sýninga safna.
- Umsjón og framkvæmd merkingu sýningarmuna og upplýsinga um þá.
- Umsjón og framkvæmd á forvörslu muna í samræmi við starfsreglur.
- Umsjón og eftirlit með sýningarhúsnæði og geymslum safna.
- Umsjón með öryggisþáttum í rekstri húsnæðis og tryggir öryggi húsnæðis safna.
- Annast móttöku og skráningu muna sem og umhald á aðfangabókum safna.
- Vinnur að skráningu muna og ljósmyndum þeirra í viðeigandi kerfi.
- Tekur á móti gestum á sýningar og aðstoðar við afleysingar eftir þörfum.
- Skipuleggur fyrirkomulag opnunar og þjónustu safna með yfirmanni.
- Veitir ráðgjöf og leiðbeinir til gefenda muna til safna.
- Faglegur stuðningur og ráðgjöf um varðveislu.
- Heldur utanum skráningu gesta safna og veitir upplýsingar um aðsókn.
- Aðstoðar við miðlun upplýsinga um söfnin, merkingar þeirra.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði safnafræða, upplýsingafræða eða sagnfræði er mikilvæg.
- Víðtæk þekking og reynsla af safnastarfi er mikilvæg.
- Reynsla skipulagningu og verkefnastjórnun er kostur.
- Góð tungumálakunnátta, færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
- Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum.
- Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
- Sjálfstæði og frumkvæði.
- Geta til að taka þátt í breytingum.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið gegnir veigamiklu hlutverki sveitarfélagsins í safnamálum. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.
Allar frekari upplýsingar veitir Þórhildur Tinna Sigurðardóttir forstöðumaður, í síma 8486962 eða á netfanginu thorhildur.tinna@fjardabyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2026.
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar.