Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir eftir félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starfshlutfall til afleysinga í eitt ár með möguleika á áframhaldandi vinnu.
Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af félagsráðgjöf eða sambærilegu starfi? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með fólki ? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Helstu verkefni:
- Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga sem leita til félagþjónustunnar
- Málastjórn í stuðningsteymum vegna farsældar barna
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eru nauðsynleg
- Þekking og reynsla af starfi við barnavernd og/eða félagsþjónustu er kostur
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti skilyrði
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Menntunar og hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti skilyrði
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.
Umsóknarfrestur: er til 1. desember 2025
Nafn stjórnenda sem veitir upplýsingar Laufey Þórðardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs. laufey.thordardottir@fjardabyggd.is sími: 772-4399