Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar

side photo

Fjarðabyggð auglýsir starf forstöðumanns Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar laust til umsóknar

Safnið hefur það hlutverk að vinna að söfnun heimilda og halda utanum skjöl og myndir safnsins frá Fjarðabyggð og Skjala- og myndasafni Norðfjarðar.

Safnið hefur fengi til afnot nýtt húsnæði í Neskaupstað í Gamla Lúðvíkshúsinu sem er endurgert frá grunni með nýrri og góðri skjalageymslu.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir varðveislu sagnaarfs sveitarfélagsins.

Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safnsins og verkefnum sem tengjast skjalastjórn sveitarfélagsins.

Helstu verkefni:

  • Stjórnun starfsemi safnsins og þeirra viðfangsefna sem falla undir.
  • Ábyrgð á skjala- og myndasöfnun.
  • Ábyrgð á þjónustu safnsins gagnvart viðskiptavinum þess.
  • Forvörslu, skráningu og grisjun safnkosts.
  • Faglegur stuðningur og umsjón með skjalavörslu.
  • Annast framþróun í stafrænum lausnum í skjalamálum.
  • Aðstoðar við gerð árlegrar starfsáætlunar fyrir safnið.
  • Semur ársskýrslu, greinargerðir og fréttaefni um safnið.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða sagnfræði er áskilin.
  • Þekkingu á lögum, reglum um opinbera skjalavörslu mikilvæg.
  • Sérhæfða þekkingu á skjalavörslu er kostur
  • Reynsla af stjórnun, skipulagningu og rekstri starfsemi safns er æskileg.
  • Reynsla af faglegu starfi skjala- og myndasafns er æskileg.
  • Góð tungumálakunnátta ásamt færni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum

Starfið gegnir veigamiklu hlutverki sveitarfélagsins í safnamálum. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu gunnar.jonsson@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2025.