Laus er til umsóknar staða frístundaleiðbeinanda við Eskifjarðarskóla. Starfið er í lengdri viðveru, Dvölinni eftir hádegi og vinnutími er frá 13:00 til 16:15. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks.
Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem tilbúnir eru að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.
Einkunnarorð skólans eru: áræði, færni, virðing og þekking.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
- Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
- Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
- Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
- Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.
Fríðindi í starfi
Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Umsóknarfrestur er til 21. nóvember nk.
Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Allar nánari upplýsingar gefur: Sigrún Traustadóttir skólastjóri s. 470-9152 eða á sigrun@skolar.fjardabyggd.is
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamning Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.