Staða leikskólakennara við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

side photo

Leikskóli Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla óskar eftir leikskólakennara sem er reiðubúinn að ganga til liðs við lítinn hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtilegt og krefjandi starf með nemendum leikskólans. Við viljum búa börnum öruggt umhverfi þar sem þau fá svigrúm til að vaxa og þroskast. Í Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóla er góður starfsandi sem einkennist af jákvæðni og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra
  • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við aðra starfsmenn og deildarstjóra
  • Hafa samskipti og samvinnu við foreldra í samstarfi við deildarstjóra
  • Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði

Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Snær Þrastarson leikskólastjóri steinthor@skolar.fjardabyggd.is; s: 847 8662. 

Staðan er laus frá 1. október 2025. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 18. september.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.