Ert þú dugmikill einstaklingur sem hefur áhuga á að starfa með börnum? Vilt þú taka þátt í að móta starf Vinasels frístundaheimilis Nesskóla á nýjum stað? Þá erum við að leita að þér! Starfið er tímabundið með möguleika á framlengingu. Vinnutími 13:00-16:30 alla virka daga.
Fjarðabyggð er öflugt, fjölkjarna sveitarfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Í hverjum kjarna Fjarðabyggðar er starfandi grunnskóli sem starfar náið með leik- og tónlistarskóla. Í Neskaupstað starfa leik-, grunn- og tónlistarskóli undir sama þaki og frístund er í Matthíasarborg, sér álma í leikskólanum Eyrarvellir. Hvert skólastig hefur eigin stjórnanda. Í Nesskóla eru tæplega 200 nemendur í 1.-10. bekk og í frístund geta verið nemendur úr 1.- 4. bekk. Nokkuð er af lausu húsnæði í sveitarfélaginu.
Helstu verkefni:
- Námslegur stuðningur við nemendur á yngsta stigi með áherslu á íslensku, stærðfræði og raungreinar.
- Tekur þátt í frístundarþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við umsjónarmann Vinasels og foreldra.
- Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi, sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
- Starfsmaður Vinasels starfar í samvinnu við umsjónarmann.
Hæfnikröfur:
- Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu er skilyrði
- Faglegur styrkleiki í íslensku, stærðfræði og tungumálum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september nk.
Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf ásamt ábendingum um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Júlía Geirsdóttir skólastjóri Nesskóla sigrunj@skolar.fjardabyggd.is sími: 4771124