Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar, leik-, grunn- og tónlistarskóla, leitar eftir áhugasömum, jákvæðum og sjálfstæðum aðila í starf aðstoðarmatráðs. Um hlutastarf er að ræða og vinnutíminn er frá klukkan 11:00 til 14:00.
Skólamötuneytið þjónustar um 45 starfsmenn og 150 nemendur skólamiðstöðvarinnar.
Hæfniskröfur:
- Þekking og reynsla af matseld og næringu.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Íslensku kunnátta.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
Helstu verkefni:
- Umsækjandi vinnur undir stjórn yfirmatráðs.
- Sér um almenn þrif í eldhúsi, gengur frá matvörum og aðstoðar við matseld.
- Hefur umsjón með ýmsum öðrum verkefnum sem yfirmenn hans segja til um og samkvæmt starfslýsingu.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Möguleiki er á starfi samhliða inn á deild leikskólans frá 14:00 - 16:00 ef áhugi er á hærra starfshlutfalli og fjölbreyttari starfi.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 18. ágúst, 2025.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst, 2025.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Ósk Pétursdóttir í síma 4759055 eða á netfanginuhildurosk@skolar.fjardabyggd.iseða Guðný Elísdóttir í síma 4759055 eða á netfanginu gudny@skolar.fjardabyggd.is