Staða skólaliða við Eskifjarðaskóla er laus til umsóknar um er að ræða 50% starfshlutfall.
Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem tilbúnir eru að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.
Einkunnarorð skólans eru: áræði, færni, virðing og þekking.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka nemenda og gæsla í frímínútum.
- Annast almenna ræstingu á skólahúsnæði.
- Fylgjast með og aðstoða börn í leik og starfi.
- Undirbúningur fyrir matmálstíma.
Hæfnikröfur:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Umsóknarfrestur er 20. júní nk.
Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025
Allar nánari upplýsingar gefur: Sigrún Traustadóttir skólastjóri s. 470-9152 eða á sigrun@skolar.fjardabyggd.is
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamning Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.