Við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar vantar tónlistarkennara til að kenna á gítar og bassa í u.þ.b. 60% stöðu. Aðalstarfsstöð verður á Fáskrúðsfirði.
Einnig vantar tónlistarkennara í 100% stöðu sem gæti kennt á píanó í tónlistarskóla og tónmennt í grunnskóla. Starfið yrði u.þ.b. 50% í hefðbundinni píanókennslu og 50% sem tónmenntakennari í grunnskóla en á vegum tónlistarskólans. Aðalsstarfstöð verður í Neskaupstað.
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá.
- Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði.
- Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.
- Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun, tónmenntakennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar eru tæplega300 nemendur og eru flestir á grunnskólaaldri. Kennsla fer fram á skólatíma grunnskóla að mestu leyti og eru tónlistarkennslustofur í sama húsnæði og grunnskólarnir. Mjög gott samstarf er við grunn- og leikskóla. Alls eru sex starfsstöðvar í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar og kennarar við skólann geta þurft að kenna á mismunandi starfsstöðvum.
Mikið og gott samstarf er milli kennara og skólinn starfar eftir hugmyndafræði lærdómssamfélagsins.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og FT/FÍH.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2025.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar veitir Valdimar Másson, skólastjóri, í síma 8359035 eða í netfanginu valdimar@skolar.fjardabyggd.is