Skólaritari veitir skrifstofu skólans forstöðu. Skrifstofan þjónar öllum starfsmönnum og nemendum skólans og er tengill milli skóla og heimilis. Um er að ræða 55% starfshlutfall.
Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.
Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is
Neskaupstaður er í Fjarðabyggð. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Dagleg afgreiðsla og símavarsla.
- Móttaka fjarvistartilkynninga og að hringja heim í samráði við kennara.
- Annast innritun og nemendaskrá í Mentor.
- Annast alla forfalla- og atvikaskráningu í Mentor og sjá um útprentun.
- Eftirlit með tækjum og búnaði á skrifstofu, sjá um pantanir á ritföngum og kalla til viðgerðamenn ef þörf krefur.
- Annast skjalavörslu.
- Annast ýmis ritarastörf fyrir stjórnendur, sendingu og móttöku pósts og dreifingu hans.
- Taka þátt í upplýsingamiðlun í gegnum heimasíðu, birtingu á matseðli o.fl.
- Annast undirbúnings- og frágangsvinnu við upphaf og lok skólaárs.
- Annast sjúkrakassann og skráningu slysa, í samráði við starfsmenn.
- Skólaritari starfar með öllu starfsfólki skólans. Hann aðstoðar annað starfsfólk við ritvinnslu og fjölföldun eftir því sem þörf er á og aðstæður leyfa hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Góð færni í tölvunotkun.
- Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Ábyrgð og stundvísi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk.
Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veita Karen Ragnarsdóttir skólastjóri, karen@skolar.fjardabyggd.is og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.