Kennari við Nesskóla

side photo

Nesskóli auglýsir eftir kennara í hönnun, smíði og nýsköpun í 1.-10. bekk. Um er að ræða framtíðarstarf.

Í Nesskóla eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is

Neskaupstaður er í Fjarðabyggð. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur nám og kennslu í hönnun, smíði og nýsköpun í 1.-10. bekk.
  • Umsjón með kennslustofu og tækjakosti hennar
  • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/ eða starfi með börnum/ ungmennum er æskileg

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk.

Umsóknum um starfið skal fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf, leyfisbréf til kennslu, og meðmælendur. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Karen Ragnarsdóttir skólastjóri, karen@skolar.fjardabyggd.is og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.