Sérkennari við Eskifjarðarskóla

side photo

Við Eskifjarðarskóla er laus staða sérkennara, um er að ræða framtíðarstarf. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.

Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem eru tilbúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.

Einkunnarorð skólans eru: Áræði, færni, virðing og þekking. 

Lögð er áhersla á skemmtilegt og skapandi skólastarf, leiðsagnarnám, samvinnu og sameiginlega ábyrgð.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna samkvæmt aðalnámskrá
  • Teymisvinna vegna nemenda með sérþarfir
  • Ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi nám og kennslu
  • Aðlögun á námsefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
  • Framhaldsnám er kostur
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarafélaga og KÍ

Starfshlutfall 100%

Ráðningarform - ótímabundin ráðning

Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2025

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Traustadóttir skólastjóri

sigrun@skolar.fjardabyggd.is eða í síma 470-9152