Kennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

side photo

Ert þú að leita að spennandi tækifærum til að hafa áhrif á næstu kynslóð í skapandi og fjölbreyttu umhverfi? Við hjá Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla erum að leita að kraftmiklu fólki til að slást í hópinn okkar fyrir skólaárið 2025-2026.

Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.

Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli og í honum eru nemendur á aldrinum 1 - 16 ára. Kennt er í báðum byggðakjörnum, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði og nemendum á grunnskólaaldri er ekið á milli byggðakjarna

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli vinnur samkvæmt uppeldisaðferðinni Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur nám, kennslu og námsmat nemenda samkvæmt markmiðum og námskrá.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Annast kennslu nemendahóps.
  • Vinna með bekkjarbrag og menningu.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarverkefnum innan skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Steinþór Snær Þrastarson skólastjóri steinthor@skolar.fjardabyggd.is; s:8478662.

Umsóknir og umsóknarfrestur

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl

 

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

 

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.