Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

side photo

Laus er staða umsjónarkennara við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með 1. ágúst 2025.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsi. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru "ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.

Leitað er að lausnarmiðuðum umsjónarkennara sem er tilbúinn að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi.

Helstu verkefni:

  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Að vinna við námsmat í Mentor, nemendaskrár og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Starfar með umsjónarkennurum og námsráðgjöfum og veitir upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum

Staðan er laus frá 1. ágúst 2025. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 22.apríl 2025

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Guðnadóttir skólastjóri í síma 4759020 og netfang: johannag@skolar.fjardabyggd.is