Frístundaleiðbeinandi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

side photo

Laus er til umsóknar staða frístundaleiðbeinanda við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Ráðið er í starfið frá 1.ágúst 2025. Starfið er í lengdri viðveru, Selið eftir hádegi. Vinnutími er frá 13:00-16:00.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru ,,ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.

 

Helstu verkefni

  • Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
  • Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
  • Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
  • Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
  • Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.

Umsóknarfrestur er til 22.apríl 2025

Umsækjendur af öllum kynjum eru hvött til að sækja um starfið.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamning Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Allar nánari upplýsingar gefur: Jóhanna Guðnadóttir skólastjóri s. 475-9020 eða á johannag@skolar.fjardabygggd.is