Skólaliðar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

side photo

Lausar eru til umsóknar tvær stöður skólaliða við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Stöðurnar eru lausar frá 1.ágúst 2025. Um er að ræða tvær stöður. Önnur er 60% og hin 100%.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru ,,ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.

Helstu verkefni:

  • Fylgjast með og aðstoða nemendur í leik og starfi.
  • Móttaka á skólamat, afgreiðsla og frágangur í eldhúsi og matsal.
  • Ræsting og almenn þrif samkvæmt ræstingaráætlun.
  • Hreingerning skólahúsnæðis og gólfbón að vori og hausti.
  • Umsjón með óskilamunum í skólanum.
  • Kynna sér og framfylgja stefnu skólans og Fjarðabyggðar

Hæfniskröfur:

  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð samvinnu- og samskiptahæfni.
  • Jákvæðni og áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði í starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags

Umsækjendur af öllum kynjum eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 22.apríl 2025

Allar nánari upplýsingar gefur: Jóhanna Guðnadóttir skólastjóri s. 475-9020 eða á johannag@skolar.fjardabygggd.is