Sumarstörf hjá Fjarðabyggðarhöfnum

side photo

Sumarstöf hjá Fjarðabyggðarhöfnum

 

Fjarðabyggðarhafnir auglýsa laus til umsóknar sumarstörf við hafnir Fjarðabyggðar. Störfin fela í sér öll almenn störf á starfsstöðvum hafnanna. Starfstími er á tímabilinu frá maí og fram til loka ágúst. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Um er að ræða fjölþætt störf sem kalla á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir öllum kynjum, og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá er skilað rafrænt í gegnum ráðningavef Fjarðbyggðar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 7. apríl.

 

Upplýsingar um starfið veitir Birgitta Rúnarsdóttir í síma 470-9000 eða á netfangið birgitta.runarsdottir@fjardabyggd.is.