Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar

side photo

Um er að ræða mlega 60% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 7:45 til 13:10. Í skólanum eru rúmlega 200 börn í 1. - 10. bekk. Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnrey.is

Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir.
  • Vinnur eftir áætlun sem er útbúin vegna sérþarfa nemanda.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs undir stjórn yfirþroskaþjálfa og deildarstjóra sérkennslu.
  • Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi, sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við bekkjarkennara og foreldra.

Hæfniskröfur:

  • Sjúkraliðamenntun er æskileg.
  • Reynsla af starfi með fötluðumrnum er skilyrði.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk.

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf ásamt ábendingum um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri, asta@skolar.fjardabyggd.is.