Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð leitar að öflugum leiðtoga í starf stjórnanda þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar á skipulags- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs, og er starfsmaður ábyrgur fyrir daglegum rekstri þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar gagnvart honum. Hann hefur yfirumsjón og eftirliti með rekstri og stjórnun þeirra málaflokka sem undir starfið heyra þ.e. framkvæmdaumsjón, þjónustumiðstöð, gatnakerfi, eignaumsjón og garðyrkjudeild. Hann ber ábyrgð á samhæfingu og samþættingu í starfsemi deildarinnar, og hefur yfirumsjón með daglegri stýringu þeirra verkefna sem þar eru unninn.
Við leitum að öflugum og framsýnum leiðtoga með víðtæka starfs- og stjórnureynslu til að koma til liðs við öflugan hóp sérfræðinga hjá sveitarfélaginu.
Meðal helstu verkefna:
- Ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar og þeim málaflokkum sem undir hana heyra.
- Ábyrgð á daglegri stýringu verkefna, eftirfylgni þeirra og samhæfing starfsemi þjónustu- og framkvæmdastöðvar og móttökustöðva.
- Ábyrgð á rekstir gatnakerfis, vetrarþjónustu, umhirðu opina svæða, og umgengismálum í Fjarðabyggð.
- Ábyrgð á gerð verk- og framkvæmdaáætlana við framkvæmdir á vegum Fjarðabyggðar og eftirfylgni með verkefnum í samvinnu við sviðsstjóra.
- Ábyrgð á eftirliti og úttektum á þeim framkvæmdum sem Fjarðabyggð vinnur að hverju sinni í samvinnu við stjórnendur.
- Ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi sem tengist nýbyggingum, mannvirkjum, húseignum, gatnakerfi og opnum svæðum sveitarfélagsoms
- Ábyrgð á samningum, eftirliti og samstarfi við verktaka vegna þeirra verkefna sem heyra undir málaflokkinn.
- Ábyrgð á upplýsingamiðlun til íbúa sveitarfélagsins verðandi þá málaflokka sem undir starfið heyra.
- Ábyrgð á málsmeðferð, frágangi og eftirfylgni þeirra mála sem heyra undir málaflokkinn.
- Vinnur að gerð útboða í samvinnu við sviðsstjóra vegna framkvæmda á sviðinu, og hjá Fjarðabyggðarhöfnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði tækni- eða iðnar sem nýtist í starfi er skilyrði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
- Víðtæk og farsæla starfs- og stjórnunarreynsla er skilyrði.
- Framúrskarandi þekking og reynsla á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er skilyrði.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun stórra verkefna, og eftirfylgni með þeim.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Þekking á helstu upplýsingakerfum.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
Starfslýsing
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er nú til og með 5. janúar 2025.
Nánari upplýsinga veita:
Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs á netfanginu Svanur.arnason@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000
Þórður Vilberg Guðmundsson, sviðsstjóri mannauðs- og úrbótamála - thordur.vilberg@fjardabyggd.is eða í síma 470-900