Skipulags- og umhverfisfulltrúi

side photo

Fjarðabyggð leitar að öflugum leiðtoga í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa á skipulags- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi gegnir störfum samkvæmt skipulagslögum, skipulagsreglugerðum og reglum og samþykktum Fjarðabyggðar. Hann ber ábyrgð á faglegri forystu í skipulags- og umhverfismálum og hefur umsjón með umhverfis- og loftlagsverkefnum þar með talið úrgangsmálum, dýravelferð og samgöngumálum í Fjarðabyggð.

 

Meðal helstu verkefna:

  • Ábyrgð á allri skipulagsgerð sveitarfélagsins, þ.e. aðal-, deili- og svæðisskipulagi.
  • Ábyrgð á þjónustu og gæðum almenningssamganga og úrgangsmála.
  • Ábyrgð á samningum, eftirliti og samstarfi við verktaka og önnur svið vegna almenninssamgöngu- og úrgangsmála.
  • Ábyrgð á umhverfis- og loftlagsmálum sveitarfélagsins í samræmi við stefnu í málaflokknum.
  • Ábyrgð á úrvinnslu ábendinga og umbóta vegna þeirra málaflokka sem undir starfið heyra.
  • Ábyrgð á upplýsingagjöf um skipulags- og umhverfismál, ráðgjöf og svörun erinda.
  • Ábyrgð á leyfisveitingum vegna dýrahalds, dýraeftirliti og umhaldi fjallskila.
  • Verkefnastjórn og leiðbeiningar til fagaðila vegna svæðis-, aðal- og deiliskipulaga.
  • Yfirferð athugasemda vegna skipulaganna og gerð umsagna og tillagna um viðbrögð við þeim

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur 1. og 2. tl. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Góð þekking og reynsla á sviði skipulagsmála er æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum er æskileg.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfni.

Starfslýsing skipulags- og umhverfisfulltrúi

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.


Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.


Umsóknarfrestur um starfið hefur verið framlengdur og er nú til og með 19. janúar 2025

Nánari upplýsingar veita:

Svanur Feyr Árnason, sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs á netfanginu svanur.arnason@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000

Aron Leví Beck, byggingar- og skipulagsfulltrúi á netfanginu, aron.beck@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000