Starfsfólk á skíðasvæðið í Oddsskarð

side photo

Langar þig að vinna í frábærri vinnu á fallegasta skíðasvæði Íslands?

Skíðamiðstöðin Oddskarði óskar eftir að ráða til sín starfsfólk fyrir skíðaveturinn 2024-2025.

Í boði eru tímabundið starf svæðisstjóra og 60-100% vaktavinna

Einnig eru í boði störf í tímavinnu.

Vinna fer fram seinnipart dags og um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Lyftuvarsla, uppsetning í byrjun dags og frágangur í lok dags .
  • Skálavarsla, gera klárt fyrir opnun innandyra og aðstoða í skíðaleigu- og afreiðslu.
  • Aðstoða gesti við að komast í og úr skíðalyftum ásamt stjórnun á skíðalyftum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að hafa góða þjónustulund.
  • Geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
  • Hafa gaman af útiveru.
  • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúin að takast á við skemmtilegt starf.
  • Gerð er krafa um gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  • Bílpróf er nauðsynlegt.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2024

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Ragnar Benediktsson forstöðumaður, í síma 862-0363 eða í tölvupósti johannrb@fjardabyggd.is