Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af almenn skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, símavörslu, skjalavörslu, skýrslugerð og undirbúning og móttöku vegna funda og námskeiða? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Starfslýsing: Starf skjala- og þjónustufulltrúi heyrir undir sviðstjóra fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Starfsmaður sinnir mótöku þjónustuþega ásamt almenn skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, símavörslu, skjalavörslu, skýrslugerð og undirbúning og móttöku vegna funda og námskeiða.
Helstu verkefni:
- Stoðþjónusta við starfsmenn, stjórnendur og ráðgjafa fjölskyldusviðs.
- Umsjón með móttöku, skráningu og vísan skjala á ábyrgðaraðila í skjalakerfi.
- Tekur við símtölum þjónustunotenda fjölskyldusviðs, aðstoðar og leiðbeinir þeim skv. þjónustulýsingu.
- Afleysing vegna verkefna er heyra undir starf afgreiðslufulltrúa og símavarðar, þ.m.t. undirbúningur funda.
- Utanumhald og skipulag vegna námskeiða fyrir skólastofnanir Fjarðabyggðar.
- Sér um að rita fundi að beiðni sviðstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsskólamenntun.
- Reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum.
- Reynsla og þekking í notkun upplýsingatæknikerfa
- Góð íslenska og íslensk ritfærni, önnur tungumálakunnátta er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um tvær vikur og er nú til og með 2. desember.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Laufey Þórðardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs. laufey.thordardottir@fjardabyggd.is sími: 7724399