Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

side photo

Fjarðabyggð auglýsir starf forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar laust til umsóknar

Menningarstofa hefur það hlutverk að efla menningu, listir og skapandi starf í Fjarðabyggð. Hún þjónar sem tengiliður milli stjórnkerfis, fagumhverfis og grasrótarstarfsemi í listum og menningu þvert á svið og stofnanir. Menningarstofa starfar einnig að framgangi menningarmála á Austurlandi og annast tónlistarstarf með samningi fyrir Tónlistarmiðstöð.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir menningarmálum sem á að hafa yfirsýn og drifkraft til að tengja saman allt það ólíka sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi.

Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi Menningarstofu Fjarðabyggðar, verkefnastjórn og fjármögnun verkefna stofunnar.

 

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á framgangi menningarstefnu.
  • Ábyrgð og umsjón með verkefnastjórnun í menningarmálum.
  • Ábyrgð og umsjón með minjasöfnum.
  • Þróunarstarf, samstarf og fagleg ráðgjöf á sviði menningarmála.
  • Ábyrgð og umsjón með viðburðum.
  • Efling samstarfs í menningarstarfsemi.
  • Ráðgjöf við innleiðingu menningar og lista í frístundastarfi og skólastofnunum.
  • Ábyrgð og umsjón með öflun styrkja og styrktaraðila.
  • Ber ábyrgð á upplýsingamiðlun um menningarstarfsemi.
  • Samstarf við menningarstofnanir á landsvísu og er tengiliður sveitarfélagsins á sviði menningarmála.  

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviðum tónlistar, menningar eða lista er áskilin.
  • Þekking og reynsla af menningarstarfi og listum er áskilinn.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er áskilin.
  • Reynsla af markaðs- og kynningarmálum æskileg.
  • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska, færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum

Starfið gegnir veigamiklu hlutverki sveitarfélagsins í menningarmálum.Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru kvattir til að sækja um starfið.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu gunnar.jonsson@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2024 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2025

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar á slóðinni.