Starfsfólk við leikskólann Lyngholt

side photo

Leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa við leikskólann. Leikskólinn er sex deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Lyngholt er skóli á grænni grein og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

 

Um er að ræða 100 % störf og kostur ef að viðkomandi geta hafið störf sem fyrst.

 

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Góð þekking á uppeldisstefnu Fjarðabyggðar.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 23. október 2024.

Nánari upplýsingar gefur Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri í síma 474-1257/860-3176 eða á lisalotta@skolar.fjardabyggd.is eða Gerður Ósk Oddsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 474-1257 eða á gerdur@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér