Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Um er að ræða 100% starf með starfsstöð í slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði þar sem öflugt atvinnulið starfar á sólarhringsvöktum. Slökkvilið Fjarðabyggðar er auk þess með 5 starfstöðvar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar mannað hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.
Við leitum að öflugum og framsýnum leiðtoga til vinna með áherslur bæjarfélagsins í þróun öryggismála að leiðarljósi.
Helstu verkefni eru:
- Rekstur slökkviliðs og dagleg stjórnun starfsstöðva slökkviliðs Fjarðabyggðar.
- Leiðir faglegt starf slökkviliðsins og ber ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir.
- Stýrir úttektum, eldvarnareftirliti og stjórnun aðgerða.
- Ábyrgð á gerð samninga um þjónustu slökkviliðs í Fjarðabyggð í samráði við bæjarstjóra.
- Ber ábyrgð á skipulagi þjálfunar og stýrir þjálfun slökkviliðsins.
- Ber ábyrgð á og skipuleggur slökkvistarf utanhúss, annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.
- Umsjón og eftirlit með búnaði almannavarna í Fjarðabyggð og samskipti við viðbragðsaðila vegna almannavarna. Situr í aðgerðarstjórn almannavarna.
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu um lög, reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli varðandi eldvarnir og öryggi.
- Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og eftirliti með útgjöldum slökkviliðs og þeim hluta almannavarna sem tilheyrir Fjarðabyggð.
- Slökkviliðsstjóri starfar samkvæmt lögum nr. 75/2000.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
- Löggilding sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður er skilyrði.
- Farsæl reynsla af stjórnun slökkviliðs er áskilin.
- Framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
- Jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni.
- Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og ýtarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.
Athugið að umsóknarfrestur hefur veið framlengdur og er nú til og með 13.október 2024.
Allar frekari upplýsingar veitir Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, í síma 470 9000 eða á netfanginujona.a.thordardottir@fjardabyggd.is.
Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar