Eskifjarðarskóli leitar að þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra sambærilega menntun í allt að 100% starf. Næsti yfirmaður starfsmannsins er deildarstjóri sérkennslu. Um er að ræða 100% starf þroskaþjálfara sem felur í sér vinnu með börnum með sérþarfir og/eða þroskafrávik.
Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Ein besta sundlaug á Íslandi er á Eskifirði. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks.
Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans. Í Eskifjarðarskóla er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Á yngstastigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru þekking, virðing, færni og áræði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá, bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
- Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
- Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum. Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila.
- Annast þjálfun og fræðslu um fatlanir og þroskafrávik til stuðningsfulltrúa og annarra starfsmanna skólans.
- Veitir foreldrum fatlaðra nemenda ráðgjöf og leiðbeiningar er lýtur að fötlun nemenda.
- Veitir ráðgjöf vegna fatlaðra nemenda til annarra starfsmanna skólans.
- Fræðir nemendur skólans um þroskafrávik og fatlanir eftir því sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun
- Framhaldsmenntun er æskileg en ekki skilyrði.
- Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska.
- Þekking á kennslu- og uppeldisfræði
- Hreint sakavottorð
- Þekking á helstu upplýsingakerfum
Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk. og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnesk.is.
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Sigrúnu Traustadóttur skólastjóra, sigrun@skolar.fjardabyggd.is einnig í síma 4709150.