Stuðningsfulltrúi við Eskifjarðarskóla

side photo

Laus er til umsóknar 50% staða stuðningsfulltrúa við Eskifjarðarskóla. Leitað er að stuðningsfulltrúa með starfshæfni til að starfa með nemendum á með sértæka námsörðugleika á yngsta stigi, miðstigi og elsta stigi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Kennt er í anda Byrjendalæsis og á yngsta stigi og áhersla á fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að stuðningsfulltrúa sem eru reiðubúninn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Á Eskifirði er einnig ein besta sundlaug á Íslandi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Ábyrgð í starfi og stundvís
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfileikar

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoðar nemendur og reynir að ýta undir færni og sjálfstæði þeirra.
  • Vinnur eftir áætlun sem útbúin hefur verið í samráði kennara, deildarstjóra sérkennslu og annarra ráðgjafa.
  • Situr fag-, teymis- og foreldrafundi eftir því sem við á.
  • Þátttaka í starfi grunnskóla í samráði og að óskum skólastjóra.
  • Gæsla nemenda í forföllum kennara.

Laun eru samkvæmt Sambandi íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.. Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2024

Umsóknum skal fylgja gott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru kvattir til að sækja um starfið.

Allar nánari upplýsingar gefa: Sigrún Traustadóttir skólastjóri s. 470-9152 eða á sigrun@skolar.fjardabyggd.is 

Heimasíða Eskifjarðarskóla er hér: www.grunnesk.is