Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga til að annast skipulagningu sérkennslu í skólanum.
Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.
Í Eskifjarðarskóla er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Á yngstastigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru þekking, virðing, færni og áræði.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnesk.is.
Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Ein besta sundlaug á Íslandi er á Eskifirði.
Helstu verkefni:
- Annast skipulagningu sérkennslu í skólanum og aðstoða stjórnendur við stefnumörkun
- Yfirumsjón með umsóknum um frávik og undanþágur fyrir nemendur með sérþarfir
- Starfa í stjórnendateymi skólans
- Starfa náið með starfsfólki á fjölskyldusviði
Menntun og hæfniskröfur:
- Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Viðbótarmenntun í sérkennslu æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 14. október 2024.
Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Sigrúnu Traustadóttur skólastjóra, sigrun@skolar.fjardabyggd.is einnig í síma 4709150.