Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs í Fjarðabyggð í nánu samstarfi við deildastjóra frístunda barna og unglinga.
Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.
Um er að ræða 1-3 vaktir í viku að kvöldi til.
Félagsmiðstöðvarnar opna í byrjun september.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sinnir vöktum í félagsmiðstöðvum.
- Skipuleggur og mótar frítímastarf fyrir börn og unglinga í samstarfi við deildarstjóra frístunda barna og unglinga.
- Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðva..
- Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
- Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Æskilegt að frístundaleiðbeinandi hafi menntun sem nýtist í starfi. Til dæmis menntun tengda uppeldisfræðum eða fræðslu- og frístundum.
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður M. Benediktsdóttir deildastjóri frístunda barna og unglinga, holmfridur@fjardabyggd.is