Frístundarleiðbeinendur við frístundaheimili Reyðarfjarðar

side photo

Frístundaheimili Reyðarfjarðar óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í Skólasel.
Stöðugildin eru 50% í lengdri viðveru í Skólaseli Reyðarfjarðar eftir hádegi. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2024 til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu.

Ef þú hefur gaman af því að vinna með börnum og vilt vinna með frábæru fólki þá hvetjum við þig til að sækja um.

Reyðarfjörður er í Fjarðabyggða þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og möguleikar til afþreyingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
  • Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
  • Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
  • Aðstoða nemendur í kaffi-og matartímum
  • Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Ábyrgð og stundvísi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

 

Fríðindi í starfi

  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Árni Gunnarsson stjórnandi íþrótta- og frístundamála í síma 470 9058 eða í gegnum netfangið magnus.arni@fjardabyggd.is