Forstöðumaður frístundar við Eskifjarðarskóla

side photo

Við Eskifjarðarskóla er laus staða forstöðumanns Dvalarinnar sem er frístund fyrir nemendur á yngsta stigi skólans, um er að ræða 65%. Ráðið er í starfið til eins árs frá 1.ágúst 2024 með möguleika á framtíðar ráðningu.

Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggðar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Á Eskifirði er einnig ein besta sundlaug landsins.

Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum forstöðumanni sem vill ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmaður sér um skipulag daglegs starfs Dvalarinnar
  • Sér um gerð reikninga
  • Sér um innkaup á mat fyrir miðdegishressingu
  • Kappkostar að eiga gott samstarf og samskipti við þjónustunotendur og fjölskyldur þeirra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 25. júlí næst komandi og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Traustadóttir, skólastjóri, í síma 868-8485, eða á netfanginu: sigrun@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar