Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

side photo

Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af stjórnun og kennslu í grunnskólum? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna í grunnskólum Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér! Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra.

Fjarðabyggð er öflugt, fjölkjarna sveitarfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Í hverjum kjarna Fjarðabyggðar er starfandi grunnskóli sem starfar náið með leik- og tónlistarskóla. Á Fáskrúðsfirði starfa leik-, grunn- og tónlistarskóli undir sama þaki en hvert skólastig hefur eigin stjórnanda. Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru rúmlega 100 nemendur í 1.-10. bekk.

Heimasíða skólans er hér: https://www.fask.is/

Helstu verkefni:

 • Vinnur ásamt skólastjóra að stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
 • Fylgist með skipulagi náms og kennslu í skólanum og hefur forystu um þróun og umbætur í starfi skólans.
 • Þróar ásamt skólastjóra aðferðir til innra mats skóla með það að markmiði að bæta árangur skólastarfsins og aðstoðar við gerð símenntunaráætlunar skólans.
 • Aðstoðar við starfsemi frístundar og starfsemi hennar
 • Aðstoðar skólastjóra við rekstur skólans og gerð fjárhagsáætlana.
 • Aðstoðar við skipulagningu sérfræðiþjónustu og gerð lögbundinna áætlana s.s. öryggisáætlana, forvarnaráætlana o.s.frv.
 • Aðstoðar skólastjóra við ráðningu starfsfólks og starfsmannahald.
 • Vinnur með nemendaráði og hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda. ábyrgð á stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
 • Annast skipulagningu á sérkennslu, heldur utan um skimanir og greiningar og samskipti við skólaþjónustu Fjarðabyggðar.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.
 • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
 • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg.
 • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
 • Þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
 • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
 • Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í skólum Fjarðabyggðar.

Staðan er laus frá 1. ágúst 2024. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 23. júní.

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita skólastjóri, Eydís Ósk Heimisdóttir,  eydish@skolar.fjardabyggd.is eða í síma: 866 3387