Karlkyns sundlaugarvörður

side photo

Laust er til umsóknar starf karlkyns sundlaugarvarðar við Sundlaugina á Eskifirði. Um 100% starf í vaktavinnu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  1. Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  2. Baðvarsla í klefum
  3. Afgreiðsla og önnur þjónusta við almenna gesti, skólabörn og íþróttafélög.
  4. Almenn Þrif

Menntunar- og Hæfniskröfur:

  1. Standast hæfnispróf sundstaða.
  2. Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
  3. Góð samskiptahæfni.
  4. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  5. Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Jóhann Ragnar Benediktsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar í netfangi: johannrb@fjardabyggd.is og Magnús Árni Gunnarsson Stjórnandi íþrótta- og frístundamála í netfangi magnus.arni@fjardabyggd.is 

Staðan er laus frá 1. ágúst 2024. Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 30. júní.