Forstöðumaður frístundamála Fjarðabyggðar

side photo

Við erum að leita að öflugum leiðtoga til að leiða frístundastarfið í Fjarðabyggð í stjórnendateymi málaflokks íþrótta- og tómstunda. Ef þú ert með metnað til að leiða gott starf, með reynslu af stjórnun og að vinna með börnum, þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með skipulagi, rekstri og samræmingu starfsemi sem honum er falin.
 • Skipuleggur og heldur utan um forvarnarteymi og forvarnarmál.
 • Annast samstarf við hagsmunaaðila.
 • Umsjón með upplýsingagjöf um starfsemi málaflokksins og miðlun upplýsinga.
 • Öflun og greining upplýsinga um forvarnarmál sveitarfélagsins
 • Þátttaka í stefnumörkun í forvarnarmálum.
 • Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja forvarnarmál og þjónustu í frístundum.

Hæfni- og samstarfsmarkmið

 • Háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða menntamála er áskilin.
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi eða viðamikil stjórnunarreynsla er æskileg.
 • Reynsla og þekking á rekstri og stjórnun er æskileg.
 • Þekking á helstu upplýsingakerfum.
 • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
 • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum.
 • Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí næst komandi og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar veitir Magnús Árni Gunnarsson magnus.arni@fjardabyggd.is eða í síma 470-915