Viðhaldsmaður véla- og tækja íþróttamannvirkja

side photo

Fjarðabyggð leitar að dugnaðarforki sem getur sinnt fjölbreyttum viðhaldsverkefnum fyrir Oddsskarð og íþróttamannvirki Fjarðabyggðar. Ef þú ert góður í teymisvinnu, laghentur, getur unnið sjálfstætt þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með tækjum og búnaði íþróttamannvirkja og skíðamiðstöðvar í samráði við forstöðumenn íþróttamannvirkja og stjórnanda íþrótta- og frístundamála.
  • Yfirumsjón með snjótroðslu Oddsskarðs og viðhalds skíðalyftna.
  • Þjónusta við notendur íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar.
  • Þróun og vinna við að koma upp heilsársstarfsemi í Oddsskarði.
  • Þróunarstarf, umbótavinna og almenn vinna á bakvið viðhald íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar með áherslu á skíðasvæðið í Oddsskarði.
  • Eftirlit með snjóflóðahættu á Skíðasvæðinu í Oddskarði í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af störfum á skíðasvæði.
  • Mikil og góð þekking á viðhaldi og rekstri tækja, sérstaklega snjótroðara, skíðalyftum og snjósleðum.
  • Reynsla af vinnu við vélar og tæki.
  • Þekking á snjó, snjóflóðahættu og veðurfari.
  • Iðnmenntun sem nýtist starfi er kostur.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhuga til að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 20. maí og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála og íþróttamannvirkja, í síma 470-9058 eða á netfangið magnusarni@fjardabyggd.is