Yfirþroskaþjálfi við Nesskóla

side photo

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

 

Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is

 

Neskaupstaður er í Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Þroskaþjálfi vinnur í nánu samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra.
  • Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá, bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
  • Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
  • Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum. Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila
  • Fjölbreytt nálgun í þjálfun og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, deildarstjóra og foreldra.
  • Annast þjálfun og fræðslu um fatlanir og þroskafrávik til stuðningsfulltrúa og annarra starfsmanna skólans.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Fræðir nemendur skólans um þroskafrávik og fatlanir eftir því sem við á.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Próf og starfsréttindi sem þroskaþjálfi.
  • Áhugi á skólastarfi og vinnu með börnum og unglingum.
  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að ná fram því besta úr hverjum nemanda.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum BHM/ÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024. Umsóknarfrestur er til og með 19. maí nk.

 

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

 

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

 

Nánari upplýsingar veita Karen Ragnarsdóttir skólastjóri, karen@skolar.fjardabyggd.is og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.