Stuðningsfulltrúi við Nesskóla

side photo

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að einstakling með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is 

Neskaupstaður er í Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Um er að ræða 70 - 80% starf sem felur í sér stuðning við fatlaða nemendur á yngsta stigi og miðstigi. Starfið felst í að aðstoða nemendur við námið og daglegar þarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfið felur í sér stuðning við nemendur sem þurfa á verulegri aðstoð eða gæslu að halda í daglegu lífi vegna fötlunar.
  • Nemendurnir þurfa viðvarandi þjónustu/stuðning frá starfsmanni allan þann tíma sem þeir dvelja í skólanum.
  • Stuðningsfulltrúi starfar undir stjórn deildarstjóra sérkennslu í samvinnu við stoðþjónustu Fjarðabyggðar og bekkjarkennara hverju sinni og er til aðstoðar við nemendur inni í bekk og í öðru skólastarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Ábyrgð og stundvísi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024. Umsóknarfrestur er til og með 19. maí nk.

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Karen Ragnarsdóttir skólastjóri, karen@skolar.fjardabyggd.is og Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.