Þroskaþjálfi við Grunnskóla Reyðarfjarðar

side photo

Grunnskóli Reyðarfjarðar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa við stoðþjónustu skólans fyrir skólaárið 2024-2025.

Í skólanum eru um 200 börn í 1. - 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms. Leitað er að þroskaþjálfa sem eru reiðubúinn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnrey.is

Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Ráðið er í stöðuna frá og með 1. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tekur þátt í áætlanagerð og skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
  • Skipuleggur og annast þjálfun nemenda með hliðsjón af þörfum og þroska þeirra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Starfar með öðru starfsfólki skólans, á í samskiptum við aðrar stofnanir og veitir upplýsingar um gengi einstakra nemenda.
  • Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í þroskaþjálfun, starfsreynsla er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum ÞÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí nk. 

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri, asta@skolar.fjardabyggd.is og Guðlaug Árnadóttir aðstoðarskólastjóri, gudlaug@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 470-9200.