Sumarstörf - Flokkstjórar í vinnuskóla

side photo

Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina?

Vinnuskóli Fjarðabyggðar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar.

Helstu verkefni:

  • Skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga fæddum 2009og 2010 við ýmis umhverfisstörf. 
  • Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri,
  • Hafi hreint sakavottorð
  • Bílpróf
  • Búa yfir skilpulags- og leiðtogahæfileikum.

Umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí næstkomandi.

Frekari upplýsingar veitir Helga Björk Einarsdóttir garðyrkjustjóri, helga.b@fjardabyggd.is