Sumarafleysing – starfsmaður í stuðnings og heimaþjónustu

side photo

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til sumarstarfa í stuðnings og heimaþjónustu í Fjarðabyggð. Starfið er unnið öllu jafna inni á heimilum og eftir þjónustusamningum hvers og eins þjónustuþega , staðsetningin er því breytileg.

Helstu verkefni:

  • Félagslegt innlit og stuðningur
  • Aðstoð við heimilisþrif
  • Fara í sendiferðir (t.d. innkaup).
  • Veita persónulega aðstoð

Starfið felst aðallega í því að sjá um félagslegan stuðning, aðstoð við heimilisþrif, fara í sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð.

 

Hæfniskröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þolinmæði.
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
  • Afnot af bíl og bílpróf er æskilegt.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 9. Apríl 2023.

Frekari upplýsingar veitir Rósa Dröfn Pálsdóttir, forstöðumaður stuðnings og heimaþjónustu.

Sími: 470-9015. Netfang: rosa.drofn@fjardabyggd.is