Skólamötuneyti Fáskrúðsfjarðar auglýsir eftir aðstoðarmatráð. Um er að ræða 32-50% starf.
Skólamötuneytið er við Hlíðargötu 56 á Fáskrúðsfirði, það matreiðir fyrir nemendur og starfsfólk leik-grunn- og tónlistaskóla. Fjöldi þeirra sem geta orðið í mat hverju sinni eru 170-190. Þegar grunn- og tónskólinn fara í sumarfrí þá er aðeins eldað fyrir leikskólann sem er um það bil 40-50 manns.
Helstu verkefni:
- Umsækjandi aðstoðar í eldhúsi og leysir af ef þess þarf.
- Sér um almenn þrif með öðru starfsfólki í mötuneytinu
Hæfniskröfur:
- Íslensku kunnátta æskileg
- Umsækjandinn þarf að kunna vel til verka í mötuneyti
- Umsækjandinn þarf að hafa góða samskiptahæfileika jafnt við börn sem og fullorðna.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.ágúst 2023.
Umsóknarfrestur er til 31.mars 2023
Við hvetjum áhugasama til að sækja um
Upplýsingar gefur Ásta Eggertsdóttir leikskólastýra í síma 475-9055 / 868-3297 eða astae@skolar.fjardabyggd.is eða Guðný Elísdóttir 475-9055 /475-9056