Yfirmatráður í Skólamötuneyti Fáskrúðsfjarðar

side photo

Skólamötuneyti Fáskrúðsfjarðar auglýsir eftir yfirmatráð. Um er að ræða 70% starf.

Skólamötuneytið er við Hlíðargötu 56 á Fáskrúðsfirði, það matreiðir fyrir nemendur og starfsfólk leik-grunn- og tónlistaskólann. Fjöldi þeirra sem geta orðið í mat hverju sinni eru 170-190. Þegar grunn- og tónskólinn fara í sumarfrí þá er aðeins eldað fyrir leikskólann sem er um það bil 40-50 mans.

Vinnutími er frá klukkan 8:00 til klukkan 14:00.

Helstu verkefni;

  • Starfið felur m.a. í að fylgjast með og uppfæra matseðla
  • Sjá um innkaup, stýra mötuneytinu ásamt aðstoðarmatráð
  • Ber ábyrgð á almennum þrifum sem snúa að mötuneyti

Hæfniskröfur:

  • Íslensku kunnátta
  • Æskilegt er að umsækjandinn hafi sótt nám/námskeið í næringarfræðum eða öðru sem tengist starfinu.
  • Umsækjandinn þarf að kunna vel til verka í mötuneyti
  • Umsækjandi þarf að hafa skipulagshæfileika og að sýna frumkvæði í starfi.
  • Tölvukunnátta
  • Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika jafnt við börn sem og fullorðna.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 22.maí 2023

Við hvetjum áhugasama til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 31.mars 2023

Upplýsingar gefur Ásta Eggertsdóttir leikskólastýra í síma 475-9055 / 868-3297 eða astae@skolar.fjardabyggd.is eða Guðný Elísdóttir 475-9055 /475-9056