Leikskólakennara/leiðbeinenda vantar við Lyngholt

side photo

Leikskólinn er sex deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum Grænfána skóli og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi 2 maí.

Um er að ræða 100 % stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun og reynsla:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um.

Starfsmenn fá 50.000kr. auka greiðslur á mánuði, miðað við fullt starf fyrir að matast með börnum

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1 apríl 2023.

Nánari upplýsingar gefur Lísa Lotta Björnsdóttir, lisalotta@skolar.fjardabyggd.is eða í síma 474-1250/860-3176 og Gerður Ósk Oddsdóttir, gerdur@skolar.fjardabyggd.is eða í síma 474-1280