Þroskaþjálfi/ Iðjuþjálfi óskast við Lyngholt

side photo

Leikskólinn Lyngholt auglýsir eftir þroskaþjálfa/Iðjuþjálfa í stuðning með nemanda.

Leikskólinn er sex deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum skóli á grænni grein og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða 100 % stöður.

Menntun:

  • Þroska- /iðjuþjálfa menntun eða hafa lokið grunnnámi fyrir stuðningsfulltrúa eða sambærilega menntun.

Hæfni:

  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fást einstaklingar með viðkomandi menntun, kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

Umsóknarfrestur er til 27 janúar 2023.

Nánari upplýsingar gefur Lísa Lotta Björnsdóttir, lisalotta@skolar.fjardabyggd.is eða í síma 4741250/8603176 og Gerður Ósk Oddsdóttir, gerdur@skolar.fjardabyggd.is eða í síma 4741280