Leikskólakennara/leiðbeinenda vantar við Lyngholt

side photo

Viltu vera memm?

 

Má bjóða þér að koma og vinna á stórkostlegum vinnustað þar sem þú ert umkringdur tugum einstaklinga sem dvelja í Núvitund og gleði allan daginn. Ef þetta freistar þá slástu í hópinn með okkur í Leikskólanum Lyngholti, við höfum í boði bæði fullar stöður og hlutastöður. Óskastarfskrafturinn okkar hefur einlægan áhuga á námi barna og vellíðan, menntun á því sviði er stór kostur en þó ekki skilyrði. Við gerum kröfur á að viðkomandi búi yfir samskiptahæfni, stundvísi, góðri íslenskukunnáttu og vilji vera memm.

 

Leikskólinn er sex deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum Grænfána skóli og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og ART.

 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

 

Um er að ræða 100 % stöður.

 

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 

Leikskólakennaramenntun áskilin

 

Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum

 

Frumkvæði og faglegur metnaður

 

Hæfni og áhugi á að vinna í hóp

 

Reynsla af starfi með börnum

 

Ábyrgð og stundvísi

 

Góð íslenskukunnátta

 

Ef ekki fást einstaklingar með viðkomandi menntun, kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

 

Umsóknarfrestur er til 11. október 2022.

 

Nánari upplýsingar gefa Gerður Ósk Oddsdóttir sími 474 1280/860 3176 gerdur@skolar.fjardabyggd.is

 

eða Lísa Lotta Björnsdóttir sími 474 1250 lisalotta@skolar.fjardabyggd.is